18. ágúst:
Flýg frá Keflavík kl. 10:30 til New York og verð mætt þar kl. 12:30.
Flýg frá New York kl. 16:20 til Atlanta og verð mætt þar kl. 19:15
Flýg frá Atlanta kl. 20:50 til Buenos Aires og verð mætt þar kl. 08:00 19. ágúst!
Þegar komið er til Buenos Aires förum við í "Arrival Camp" þar sem við hittum alla skiptinema í heiminum sem verða í Argentínu, á vegum AFS, og gerum eitthvað skemmtilegt með þeim! Þaðan verður okkur síðan keyrt til fjölskyldna okkar :)
Fjölskyldan mín:
Er æðisleg! Þau eru 6 í fjölskyldunni. Ana Maria og Carlos, börnin þeirra: Carolina (23 ára), Florencia (19 ára), Ana Sofia (9 ára) og Carlos Junior (18 ára). Þau búa í San Miguel De Tucumán í mjög fallegu umhverfi :) Þau elska íþróttir eins og Tennis, sund, spinning og salsaaaa ;) Þau elska líka að fara niður á strönd og ferðast og vilja að ég fái að sjá suður Argentínu líka þar sem ég mun búa í norður Argentínu! Ég er að springa úr spenningi og get ekki beðið eftir að fara út :):):) Það verður samt líka svo erfitt að kveðja!
eeeeeeeeeeeeeen næst í Argentínu!
San Miguel De Tucumán.
p.s. þið getið sett e-mailið ykkar hérna neðst á síðunni og fengið póst þegar ég skrifa nýtt blogg vúhú ;)
Þetta hljómar allt mjög spennandi og verður mikið ævintýri fyrir þig :) Vona að þú hafir það ótrúlega gott þarna úti og farðu varlega! Hlakka til að heyra frá þér þegar þú ert komin á áfangastað, elska þig:*
ReplyDeleteKv. Elísabet <3